Malbikunarframkvæmdir á Blönduósi

Undirbúningur fyrir malbik. Mynd: Blonduos.is
Undirbúningur fyrir malbik. Mynd: Blonduos.is

Á næstu dögum stendur til að hefja malbikunarframkvæmdir á Blönduósi og er undirbúningur fyrir þær á lokastigi. Nauðsynlegt er að loka fyrir umferð um nokkur svæði sem tilbúin eru til malbikunar að því er segir á vef Blönduósbæjar þar sem beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að skapa. Tilkynnt verður um lokanir á einstaka götum þegar nær dregur. Yfirlagnir á götum eru háðar veðri og verður að vera þurrt þá daga sem malbikun fer fram. Gert er ráð fyrir að verktíminn standi fram til 20. september nk.

Auk framkvæmda á vegum bæjarins er Ámundakinn að leggja á plön á þremur stöðum og einnig leggur Vegagerðin malbik á þjóðveginn í gegnum Blönduós. Mjög mikilvægt er að tekið sé tillit til framkvæmdaaðila meðan á vinnu stendur segir ennfremur á vef Blönduósbæjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir