Málstofa í Verinu

Í dag milli kl. 12.00 – 13.00  mun Arnljótur B. Bergsson verkefnastjóri Matís ohf. kynna starfsemi Matís í Líftæknismiðju fyrirtækisins í Verinu á Sauðárkróki. Arnljótur er einn þriggja starfsmanna Líftæknismiðjunnar á Sauðárkróki sem opnuð var formlega í nóvember.

Starfsemi Matís í Líftæknismiðjunni er tvíþættur annars vegar vinnur Matís að því að koma upp sérhæfðri rannsóknastofu og hinsvegar hefur verið starfrækt tilraunaverksmiðja í vinnslusal Líftæknismiðjunni.

Á rannsóknastofu Líftæknismiðjunnar er unnið að mælingu á lífvirkum eiginleikum efna, einkum próteina og einangrun þeirra í Líftæknismiðjunni. Í tiraunaverksmiðju Líftæknismiðjunnar gefst mönnum kostur á að þróa þær hugmyndir sem gefist hafa vel á rannsóknastofunni.

Málstofan er öllum opin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir