Málþing um konur í Sturlungu í dag
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
19.06.2014
kl. 12.57
Félagið á Sturlungaslóð, Héraðsbókasafn Skagfirðinga, Kakalaskáli og Stofnun Árna Magnússonar standa fyrir málþingi í Kakalaskála í dag, kvennadaginn 19. júní kl 17-19. Málþingsstjóri er Guðrún Ingólfsdóttir fræðimaður og er aðgangur ókeypis.
Fyrirlesarar:
- Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar – Kvenkyns líf
- Gunnar Karlsson, prófessor við HÍ – Elskaðar konur – Ástfangnar konur
- Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga – Hefði Jórunn sagt já
Samkvæmt fréttatilkynningu verður boðið upp á léttar veitingar og nokkrar karlaraddir úr Skagfirska kammerkórnum flytja nokkur lög.
„Þetta er í annað sinn sem þessar stofnanir og félög taka sig saman og standa fyrir málþingi í Kakalaskála og var þingið í fyrra vel sótt. Allir eru velkomnir í Kakalaskála á kvenréttindadaginn 19. júní til heiðurs formæðrum okkar,“ segir í fréttatilkynningunni.