Manstu gamla daga?
Minningarnar halda áfram að streyma í söngskemmtun í tali og tónum sem haldin verður seinnipartinn í maí. Sögusviðið er Skagafjörður 1967 og 1969 og verða dægurlögunum, tíðarandanum og sögum af fólkinu gerð skil.
Sýningar verða í Bifröst á Sauðárkróki þriðjudaginn 20. maí, miðvikudaginn 21. maí og föstudaginn 23. maí. Síðasta sýningin verður í Höfðaborg, Hofsósi, sunnudaginn 25. maí kl 20:30.
Sögumaður á sýningunum er Björn Björnsson og söngvarar eru Guðrún Jónsdóttir og Róbert Óttarsson. Hljómsveitin er skipuð þeim Aðalsteini Ísfjörð, Jóni St. Gíslasyni, Rögnvaldi Valbergssyni, Sigfúsi Benediktssyni, Margeir Friðrikssyni, Jóhanni Friðrikssyni og Guðmundi Ragnarssyni.
Í auglýsingu frá félagi Harmónikkuunnenda í Skagafirði segir að aðgangseyrir sér kr. 2000 og miðapantanir séu í símum 453 5304, 891 6120 og 868 1875.