Manstu gamla daga – mörg þá gerðist saga
Framhald af þeirri skemmtun sem af stað fór á síðasta ári og kallaðist Manstu gamla daga og var flutt í Skagafirði og víðar í tali og tónum, hefst í Bifröst á Sauðárkróki 17. maí nk. kl 20:30. Önnur sýning hefur verið ákveðin 24. maí en aðrar sýningar verða auglýstar síðar.
Sögusviðið er Skagafjörður í kringum 1962 til 1964, dægurlögin, tíðarandinn og sögur af fólkinu. Ásdís Guðmundsdóttir og Stefán Jökull flytja dægurlög frá þessum tíma við undirleik hljómsveitar Félags harmonikkuunnenda í Skagafirði en þess á milli lætur Björn Björnsson hugann reika til liðinna daga.
Skemmtunin í fyrra fékk mjög góða dóma áhorfenda og því má búast við áframhaldandi gleði í Bifröst þegar þessi skemmtilegi hópur stígur á stokk og leiðir áhorfendur nokkra áratugi aftur í tímann.