Laugardagsopnun hefst senn á bókasafninu á Króknum

Það eru ekki margir staðir notalegri en bókasöfn. MYND AF SÍÐU BÓKASAFNSINS
Það eru ekki margir staðir notalegri en bókasöfn. MYND AF SÍÐU BÓKASAFNSINS

Í febrúar verður tekin upp sú nýbreytni að bókasafnið á Sauðárkróki verður opið á laugardögum kl. 10:30-14:00, yfir vetrartímann. Fyrsta laugardagsopnuninn verður því 7. febúar. Þann sama dag stendur til að bjóða upp á brúðusmiðju. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd ákvað sl. haust að taka upp laugardagsopnun á safninu, í kjölfar óska um slíkt, m.a. í niðurstöðum þjónustukönnunar sem gerð var í árslok 2024.

Í frétt á vef safnsins segir að þetta sé hrein viðbót við þjónustu safnsins, því opnunartími á virkum dögum helst óbreyttur, kl. 11:00-18:00 alla virka daga. Opnunartími á Hofsósi mun hins vegar færast á milli vikudaga, og verður frá og með næstu viku á fimmtudögum kl. 15:00-18:00.

Varðandi brúðugerðina laugardaginn 7. febrúar þá skal þess getið að það sjálf Greta Clogh frá Hvammstanga, ein fremsta brúðuleikhúslistakona heimsins, sem kemur og leiðbeinir. Allt efni verður til staðar en nauðsynlegt er að skrá sig gegnum netfangið bokasafn@skagafjordur.is. Börn 7 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum.

„Það er von okkar að þessi góða viðbót við þjónustu safnsins mælist vel fyrir og við sjáum bæði fastagesti og nýja gesti nýta sér hana,“ segir í tilkynningu frá Héraðsbókasafni Skagfirðinga.

Fleiri fréttir