Margir áttu notalega vetrarstund í gamla bænum á Blönduósi

Notaleg vetrarstemning í gamla bænum á Blönduósi. Aðsendar myndir.
Notaleg vetrarstemning í gamla bænum á Blönduósi. Aðsendar myndir.

Ríflega hundruð manns lögðu leið sína í gamla bæinn á Blönduósi síðastliðinn laugardag en þar fór fram í fyrsta sinn viðburðurinn Notaleg vetrarstund í  gamla bænum á Blönduósi. Viðburðurinn var á vegum rekstraraðila á svæðinu sem buðu gestum og gangandi að líta við, kynna sér starfsemina og þiggja léttar veitingar. Söguganga á vegum Katharinu Schneider og Vötnin Angling Service vakti mikla lukku meðal gesta en verkefnið hefur verið í hönnun um nokkurt skeið og er það styrkt af Uppbyggingarsjóði SSNV.

Rekstraraðilar vilja koma þökkum til allra þeirra sem lögðu leið sína í Gamla bæinn á laugardaginn og tóku þátt í þessari notalegu stund með okkur!

Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur Húnavatnssýslu – Hitt og þetta handverk – Vötnin Angling Service – Tilraun Guesthouse – Brimslóð Atelier – Hótel Blanda.

 /Fréttatilkynning

  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir