Margrét Rún valin í lokahóp U16 fyrir Norðurlandamót

Margrét Rún U16 landsliðskona.
Margrét Rún U16 landsliðskona.

Margrét Rún Stefánsdóttir, leikmaður meistaraflokks Tindastóls kvenna, hefur verið valin í 20 manna lokahóp U16 landsliðsins fyrir Norðurlandamót sem fram fer dagana 4-13 júlí nk. í Kolding í Danmörku. Þjálfari U16 kvenna er Jörundur Áki Sveinsson

Margrét Rún leikur sem markvörður og hefur leikið tvo leiki með meistaraflokk Tindastóls. Hún er dóttir Einarínu Einarsdóttur og Stefáns Öxndal Reynissonar á Sauðárkróki. 

/SMH


 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir