Marteinn nýr framkvæmdastjóri Veltis

Marteinn segist mjög spenntur fyrir að hefja störf hjá Velti. Mynd: Veltir.is
Marteinn segist mjög spenntur fyrir að hefja störf hjá Velti. Mynd: Veltir.is

Marteinn Jónsson, sem áður gegndi stöðu framkvæmdastjóra verslunar- og þjónustusviðs Kaupfélags Skagfirðinga, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Veltis – Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar. Veltir er sölu- og þjónustuumboð fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og Volvo Penta bátavélar ásamt Hiab hleðslukrönum fyrir vörubíla.

„Við erum mjög ánægð með að fá Martein til að taka við og leiða Veltisteymið inn í spennandi tíma en framundan er mikill uppgangur í innviðauppbyggingu á Íslandi. Veltir mun leika þar stórt hlutverk með sterk vörumerki, reynslumikla fagmenn og einstaka aðstöðu til að veita framúrskarandi þjónustu,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar á heimasíðu fyrirtækisins.

„Ég er mjög spenntur fyrir að hefja störf hjá Velti og sé gríðarlega möguleika með þeim framúrskarandi sérfræðingum sem þar starfa í frábærri aðstöðu á Hádegismóum með öflug vörumerki,“ segir Marteinn í tilkynningu fyrirtækisins á Veltir.is.

Við starfi Marteins hjá Kaupfélagi Skagfirðinga tekur Reimar Marteinsson kaupfélagsstjóri KVH á Hvammstanga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir