Með tæpa 11 þúsund fylgjendur - Hrafnhildur heimsótt af N4

Hin hæfileikaríka og jafnframt árrisula Hrafnhildur Viðardóttir, sem einnig gengur undir nafninu Fröken Fabjúlöss og er dálkahöfundur hjá Feyki og Feyki.is, var heimsótt af sjónvarpsstöðinni N4 á dögunum.

Hrafnhildur er förðunarfræðingur og heldur úti bjútíblogginu Ravenicemakeup.com en síðan hennar hefur tæplega 11 þúsund fylgjendur. Hrafnhildur hefur mikla ástríðu fyrir því sem hún gerir og fer á fætur kl. 5:45 til að farða sig áður en hún mætir til vinnu svo hún geti fært fylgjendum sínum nýtt „förðunarlúkk“  á degi hverjum.

http://youtu.be/3vS4Y2wgyAU

Fleiri fréttir