Meðalvigt tæp 16 kíló
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
15.09.2010
kl. 08.00
Í gær hafði 9500 dilkum verið slátrað hjá SAH Afurðum ehf. og var meðalvigt þeirra lamba tæp 16 kíló. Aðspurður um hvort rétt væri að lömbin væru lítil sagði Sigurður Jóhannesson að þau væru ullarlítil eftir gott sumar og litu því út fyrir að vera minni en þau síðan raunverulega eru.
Hjá SAH Afurðum starfa nú um 70 erlendir verkamenn en afurðastöðin gengur í það strax í apríl ár hvert að manna störf í sláturtíð. Ekki hefur verið ásókn hjá íslendingum að koma í sláturtíð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.