Menningarkvöld NFNV annað kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
23.10.2014
kl. 15.15
Hið árlega Menningarkvöld NFNV verður haldið annað kvöld, föstudagskvöldið 24. október í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá byrjar kl. 20:00. Miðaverð er 3.000 krónur fyrir meðlimi NFNV og fyrir 16 ára og yngri en 3500 krónur fyrir aðra.
Nemendafélagið er búið að lofa glæsilegu kvöldi; Helga Braga verður kynnir kvöldsins, Jón Arnór úr Icelend got talent kemur og leikur listir sínar og Úlfur Úlfur tekur lagið. Síðast en ekki síst mun hæfileikafólk úr röðum nemenda troða upp og gleðja viðstadda með söng og annarri skemmtan.