Menningarlegir fulltrúar
Á síðasta fundi byggðaráðs Skagafjarðar voru kjörnir fulltrúar til setu í Menningarráði Norðurlands vestra og í stjórn Menningarseturs Skagafjarðar í Varmahlíð.
Í Menningarráð Norðurlands vestra voru kjörnar þær Björg Baldursdóttir og Guðný Kjartansdóttir sem aðalmenn og Sigríður Magnúsdóttir og Sorin Lasar sem varamenn.
Í stjórn Menningarseturs Skagafjarðar í Varmahlíð, til fjögurra ára, fimm aðalmenn og fimm til vara völdust þau Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ásdís Sigurjónsdóttir, Ólafur Þ. Hallgrímsson, Gunnar Rögnvaldsson og Arnór Gunnarsson sem aðalmenn og Einar E Einarsson, Ingi Björn Árnason, Svavar Hjörleifsson, Ari Jóhann Sigurðsson og Sveinn Árnason sem varamenn.