Messað í Ketukirkju annan páskadag

Ketukirkja. Mynd: PF.
Ketukirkja. Mynd: PF.

Í Sjónhorni stendur að messað verði í Hvammskirkju í Hvamms- og Ketusókn í Skagafirði á páskadag. Það mun ekki vera rétt. Rétt er að messað verður í Ketukirkju annan páskadag, 2. apríl, klukkan 14. Prestur er sr. Hjálmar Jónsson en hann þjónar einnig í Sauðárkrókskirkju.

Í Sauðárkrókskirkju verða Passíusálmarnir lesnir milli klukkan 10 og 15 á föstudaginn langa og helgistund klukkan 17.
Laugardaginn 31. mars verður fermingarmessa kl. 11.
Páskadagur: hátíðarmessa klukkan 8. Boðið til morgunverðar í safnaðarheimilinu á eftir. Hátíðarmessa klukkan 11 á Dvalarheimilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir