Met sett í meðalvigt

Á heimasíðu SAH Afurða ehf. segir að í gær var búið að slátra tæplega 20.000 fjár hjá SAH Afurðum á þessu hausti. Síðastliðinn föstudag, féll húsmetið í meðalþyngd dilka, en þann dag var slátrað 2440 dilkum og var meðalvigt þeirra 17,35 kg. Aldrei fyrr í sögu hússins hefur önnur eins meðalvigt sést.

 Greinilegt er að dilkar eru vænir, án þess þó að vera feitir og er það mikið ánægjuefni. Búist er við að heildarslátrun haustsins fari í um 90.000 fjár.

Flutningar og slátrun gengur vel, enda tíðarfar verið mjög hagstætt

Sala afurða gengur ágætlega, og er ástæða til að minna á að slátursala félagsins er opin alla virka daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir