Miðasala á LEIKINN verður í Tindastólssjoppunni í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
20.05.2025
kl. 12.11
Það er óhætt að fullyrða að það er gígantísk eftirvænting fyrir úrslitaleik Tindastóls og Stjörnunnar sem verður í Síkinu á Króknum annað kvöld en miðaeftirspurn hefur náð nýjum og óþekktum hæðum. Þetta er í fyrsta sinn sem oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í Síkinu og spennan er áþreifanleg. Á síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls á Facebook kemur fram að almenn miðasala verður í Tindastólsísjoppunni í íþróttahusinu í kvöld, þriðjudag og hefst kl. 19:00. Hver aðili getur keypt að hámarki tvo miða.