Mikið um að vera á sjómannadaginn á Hvammstanga

Sjómannadagurinn Hvammstanga sem haldinn verður hátíðlegur sunnudaginn 5. júní stefnir í að verða fullur af skemmtilegum uppákomum, en strax klukkan 9:30 verður mikið busl við höfnina þegar háður verður koddaslagur, pallahlaup og fleira skemmtilegt.

Klukkan 11:30 hefst helgistund við höfnina þar sem sr. Magnús Magnússon og kirkjukór Hvammstanga leiða athöfnina. Lagður verður blómsveigur að minnisvarða um drukknaða sjómenn og nýr björgunarbátur Björgunarsveitarinnar Húna verður blessaður.

Eftir hádegið verður dagskráin á þessa leið:

  • 13:00        Þyrla og sigling
  • Þyrla landhelgisgæslunnar kemur í heimsókn, m.a. verður sýnd hífing úr sjó eftir það verður boðið upp á siglingu um Miðfjörð af útgerðum á Hvammstanga.
  • 14:00        Bíla og traktorasýning
  • Bíla- og traktorasýning við Félagsheimilið Hvammstanga. Þar verður safnað saman  ýmsum áhugaverðum farartækjum af svæðinu.
  • 14:30        Kaffisala Slysavarnadeildarinnar Káraborgar
  • Kaffisalan verður að venju í Félagsheimilinu Hvammstanga og allur ágóði rennur til kaupa á nýjum björgunarbát  Björgunarsveitarinnar Húna.
  • 17:00        Landsbanka hjólarallýið
  • Þeir sem fæddir eru 2002 og fyrr mæta við Kirkjuhvammskirkju kl 16:45 en þeir sem fæddir eru 2003 og síðar mæta við Íþróttamiðstöðina á Hvammstanga.
  • 17:30        Keppni með fjarstýrðum bílum
  • Keppni með fjarstýrðum bílum í íþróttahúsinu á Hvammstanga fyrir alla aldurshópa.

Söfnunarreikningur vegna kaupa á nýjum björgunarbát Björgunarsveitarinnar Húna er í Landsbankanum Hvammstanga  númer 0159-15-250018 kennitala  700307-0930

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir