Mikið um nýja menn í Hvatarliðinu
Karlalið Hvatar hefur fengið sjö leikmenn til liðs við sig en liðið hefur leik í Lengjubikarnum í dag, þegar það mætir Reyni Sandgerði.
Jens Elvar Sævarsson tók við þjálfun Hvöt í byrjun árs og hann mun einnig leika með liðinu.
Jens hefur fengið framherjann Hjörvar Hermannsson frá Augnablik þar sem hann skoraði 25 mörk í 16 leikjum í fyrra í 3.deild en Hjörvar er uppalinn Bliki.
Andri Már Óttarsson og Jónas Guðmannsson hafa báðir tekið skóna af hillunni og ætla þeir að leika með Hvöt. Andri Már, sem er varnarmaður, er uppalinn Fylkismaður en hann hefur spilað einnig með Val og Aftureldingu. Jónas, sem er miðjumaður, er einnig uppalinn Fylkismaður en hann hefur spilað fyrir Þrótt, Selfoss og Aftureldingu. Þá hafa þrír leikmenn komið til Hvatar á láni frá Þrótti en þeir verða allir tvítugir á þessu ári.
Kristinn Steinar Kristinsson er varnar- og miðjumaður en hann lék tvo leiki í Landsbankadeildinni í fyrra. Brynjar Guðjónsson er miðju- og sóknarmaður, sem spilaði einn leik fyrir Þrótt í fyrra og þá hefur framherjinn Vignir Örn Guðmundsson einnig gengið til liðs við Hvöt. Egill Björnsson, sem er uppalinn í Þrótti, hefur einnig kom til Hvatar en hann leikur á miðjunni.
/Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.