Miklir frumkvöðlar í Lýdó

Dagný og Ragnheiður. Mynd: N4.
Dagný og Ragnheiður. Mynd: N4.

Þær Dagný Stefánsdóttir og Ragnheiður Þórarinsdóttir stefna á nýstárlega ræktun að Laugamýri í Skagafirði en þar er um að ræða samrækt fiska og grænmetis í lokaðri hringrás næringarefna. Fiskurinn, tilapia, býr til áburð fyrir grænmetið og svo er hann einn mest seldi matfiskur í heiminum.

Þær Dagný og Ragnheiður eru í viðtali í nýjasta tölublaði Landsbyggða og í gærkvöldi var ítarlega rætt við þær á sjónvarpsstöðinni N4.

 

Fleiri fréttir