Milljónatjón er kýr drápust

Milljónatjón varð á Hnjúki í Vatnsdal um helgina er fimm kýr drápust eftir að hafa étið yfir sig af nývölsuðu byggi. Tvær til viðbótar veiktust og verða þær vart nothæfar til mjólkurframleiðslu á næstu mánuðum.

Magnús bóndi á Hnjúki segir að þarna hafi drepist um fjórðungur mjólkandi gripa á búinu og því er tjónið umtalsvert. Bæði þarf að endurnýja kvígur og mjólkurframleiðsla verður minni fyrir vikið.

Kýrnar sem drápust og veiktust höfðu ruðst í gegnum girðingu er var utan um kornið og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir dýralækna í fleiri klukkutíma, tókst ekki að bjarga öllum kúnum. Í stuttu máli þá gerjast innihaldið í vömbinni og verður súrt og síðan eitrað og berst að því loknu út í blóðið og það þola kýrnar ekki og drepast.

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir