Minningartónleikar um Einar Guðlaugsson

Tónleikar í minningu Einars Guðlaugssonar frá Þverá verða í Blönduósskirkju sunnudaginn 29.mars n.k. kl 14,00. Fram koma: Selkórinn, Lúðrasveitir frá Seltjarnarnesi og Tónlistarskóla A-Hún. Stjórnendur eru synir Einars, Jón Karl, Kári og Skarphéðinn.

 Einnig kemur fram Karlakór Blólstaðarhlíðarhrepps undir stjórn Sveins Árnasonar, en Einar söng með kórnum í mörg ár. Fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá. Miðaverð er 1000 krónur, frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Ágóði rennur í orgelsjóð Blönduósskirkju.

Fleiri fréttir