Minnisvarði um Reynistaðarbræður vígður í dag
feykir.is
Skagafjörður
26.08.2018
kl. 09.54
Í dag, sunnudaginn 26. ágúst klukkan 15, veður á Reynistað í Skagafirði vígður minnisvarði um Reynistaðarbræður þá Einar og Bjarna sem urðu úti á Kili árið 1780.
Sigríður Sigurðardóttir fv. safnvörður Byggðasafns Skagfirðinga, ásamt fleirum, mun fjalla um sögu Reynistaðarbræðra og þeirra samferðamanna, sem allir létu lífið í fjárrekstrarferð norður Kjöl á haustdögum 1780. Karlakórinn Heimir syngur nokkur lög og boðið verður upp á kaffi og kleinur að lokinni vígslu.
-Allir velkomnir, segir í tilkynningu í Sjónhorninu og undir hana skrifa núverandi Reynistaðarbræður.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.