Minnkandi frost á morgun
Spáin gerir ráð fyrir norðaustan 3-8 og dálítil él, en lægir og léttir til seint í dag. Vaxandi austlæg átt á morgun, 13-20 síðdegis og þykknar upp. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum, en minnkandi frost á morgun.
Hvað færð á vegum varðar þá er hálka á helstu leiðum.
