Missti vatnið á fundi fél- og tóm

Silla Eysteins með drenginn sinn, nýfæddan, í fanginu. Mynd úr einkasafni.
Silla Eysteins með drenginn sinn, nýfæddan, í fanginu. Mynd úr einkasafni.

Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir á Sauðárkróki fæddi dreng þann 11. janúar sl. sem í sjálfu sér er ekki fréttaefni en aðdragandinn var þeim mun forvitnilegri. Var hún á fundi hjá félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar þegar hún missti vatnið og skömmu síðar leit drengurinn dagsins ljós á Akureyri.

 „Aðdragandinn var nú ekki mikill. Ég var sett 8. janúar og var bara að bíða, barnið greinilega sultu slakt eins og pabbi sinn. Og þar sem ekkert barn var komið þann 11. klukkan þrjú þá ákvað ég að skella mér á fél- og tóm fund, ætlaði svo á Freyjufund kl 20 síðar um kvöldið."

"Ég kom fimm mínútur of seint á fundinn, sennilega orðin aðeins of svifasein að labba upp stigana, og þá var einmitt gantast með það að ég væri sennilega ekki að koma á fundinn, væri bara upp á fæðingardeild - þar sem ég er venjulega aldrei sein,“ segir Sillla.

Skipti engum togum að á fundinum missti Silla vatnið og í kjölfarið mætti sambýlismaður hennar, Fúsi Ben, og brunaði með verðandi móður til Akureyrar hvar lítill drengur kom í heiminn skömmu síðar.

Í Feyki, sem kemur út í dag, er viðtal við Sillu en þar gantast hún með það að búið væri að nefna drenginn Felix Tómas í höfuðið á nefndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir