Morgunkaffi með brottfluttum Skagfirðingum

Frá kaffifundi Skín við sólu Skagafjörður. Mynd: Skagfirðingafélagið í Reykjavík.
Frá kaffifundi Skín við sólu Skagafjörður. Mynd: Skagfirðingafélagið í Reykjavík.

Kaffiklúbburinn Skín við sólu Skagafjörður sem starfræktur er á höfuðborgarsvæðinu verður samkvæmt venju með kaffisamsæti í Ljósheimum í Skagafirði á morgun, laugardegi í Sæluviku. Kaffið hefst klukkan 10 og segist Ásta Hálfdánardóttir, formaður klúbbsins, vonast til þess að heimamenn fjölmenni og eigi góða stund með klúbbfélögum.

Ásta segir að klúbburinn sé vel vikur á veturna þar sem fundir eru haldnir hvern laugardag. Setið er frá klukkan 10 þar sem er spjallað og borðað fram að hádegi.

„Þetta eru brottfluttir Skagfirðingar, eldri borgarar,“ segir Ásta, „og ætli séu ekki komin 25 ár síðan klúbburinn var stofnaður.“  Ásta segir að fundirnir í Sæluviku séu lokahnykkur hvers starfsárs og og alltaf vel mætt. Á hún von á því að svo verði einnig nú. Hún hvetur sem flesta til að koma og eiga skemmtilega stund eins og Skagfirðingum sæmir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir