Nægur skíðasnjór

Nú er unnið hörðum höndum á skíðasvæðinu í Tindastóli við að gera klárt þannig að hægt sé að opna sem allra fyrst.

 

Viggó Jónsson verður áfram framkvæmdastjóri skíðasvæðisins og segir hann að nú sé að koma góður snjór og færið gott. En snjógirðingarnar skemmdust í óveðri um daginn og hvetur Viggó fólk til að koma um helgina og leggja skíðasvæðinu lið vopnað hamri og vettlingum.

Fleiri fréttir