Nafn vantar á sorpmóttökustöð í Varmahlíð

Yfirlitsmynd af sorpmóttökustöðinni í Varmahlíð. Fengin af Skagafjörður.is.
Yfirlitsmynd af sorpmóttökustöðinni í Varmahlíð. Fengin af Skagafjörður.is.

Í tilefni af opnun nýrrar sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð hefur Sveitarfélagið Skagafjörður auglýst eftir tillögum að góðu nafni á stöðina. Á heimasíðu þess eru íbúar og aðrir áhugasamir hvattir til að koma með hugmynd að nafni. Frestur til að skila inn tillögum er til og með föstudeginum 30. okt. nk.

Nýja svæðið verður afgirt með tveggja metra grindargirðingu og verður opið á fyrirfram ákveðnum opnunartímum. Starfsmaður verður á svæðinu á meðan það er opið og aðstoðar við flokkun. Með tilkomu stöðvarinnar mun öllum gámastöðum verða lokað vestan Héraðsvatna.

„Ein helsta forsenda ákvörðunar sveitarfélagsins Skagafjarðar um byggingu nýrrar sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð var að bæta flokkun,“ segir í fundargerð umhverfis- og samgöngunefnd.

Hægt er að senda inn tillögur með því að smella hér: SENDA INN TILLÖGU

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir