Náms- og starfsráðgjafi ráðinn að Grunnskóla Húnaþings vestra

Eiríkur Steinarsson. Mynd: Hunathing.is
Eiríkur Steinarsson. Mynd: Hunathing.is

Á vef Húnaþings vestra segir frá því að Eiríkur Steinarsson hafi verið ráðinn í nýtt starf náms- og starfsráðgjafa við Grunnskóla Húnaþings vestra.

Náms- og starfsráðgjöf er lögbundinn hluti af sérfræðiþjónustu skóla og er meginhlutverk hennar að veita nemendum margvíslegan stuðning í námi með það að markmiði að stuðla að aukinni vellíðan og árangri nemenda.

Helstu viðfangsefni ráðgjafarinnar eru:

  • Ráðgjöf um vinnubrögð og námstækni
  • Að veita nemendum persónulega ráðgjöf
  • Ráðgjöf og úrræði vegna fötlunar eða sértækra námsörðugleika
  • Upplýsingagjöf um námsleiðir og störf til nemenda
  • Starfsráðgjöf og ráðgjöf um gerð atvinnuumsókna
  • Að efla sjálfsþekkingu nemenda með viðtölum og verkefnum 

Viðtalstímar starfsráðgjafa eru á miðvikudögum frá 13:00 – 14:30 og á fimmtudögum frá 10:00 – 14:30.

Hægt er panta námsráðgjöf með því að senda beiðni um viðtal á heimasíðu skólans undir flipanum eyðublöð -> námsráðgjöf. Almennar fyrirspurnir má senda á netfangið namsradgjafi@hunathing.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir