Námskeiðið í kvöld fellur niður vegna dræmrar þátttöku

Vegna lítillar þátttöku falla námskeiðin sem halda átti í gærkveldi og í kvöld í tengslum við verkefnið Ræsing í Skagafirði, niður. Þeim sem hafa áhuga á að fá kynningu á verkefninu og ráðgjöf við hugmyndavinnu og umsóknarskrif, er bent á að hafa samband við Þorstein Tómas Broddason hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Sauðárkróki í netfangið steini@nmi.is, eða í síma 8406450.

Umsóknarfresturinn er til 12. júní.

Ræsing í Skagafirði er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Kaupfélags Skagfirðinga, með það að markmiði að auka atvinnutækifæri í Skagafirði. Verkefnið er samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir og viðskiptaáætlanir, þar sem best útfærða verkefnið getur unnið allt að eina milljón króna.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir