Nautshúðir verðlausar
SAH Afurðir ehf hættu frá og með 1. apríl sl að greiða bændum fyrir nautgripahúðir. SAH Afurðir ehf höfðu áður verið annar tveggja sláturleyfishafa sem greitt hafa fyrir húðir.
Nú er staðan hins vegar sú að vegna slæmra aðstæðna á erlendum mörkuðum er illmögulegt að selja nautgripahúðir, og ljóst að ekki er hægt að greiða lengur fyrir þær. Í sumum löndum er ástandið orðið svo slæmt að húðunum er hreinlega fargað.
