Nefndir Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Frá undirritun samstarfssamnings Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Mynd: PF.
Frá undirritun samstarfssamnings Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Mynd: PF.

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur lokið við að skipa í helstu ráð og nefndir þess en á miðvikudag fundaði Skipulags- og byggingarnefnd, seinust fastanefnda í þeim erindagjörðum. Formaður byggðaráðs og forseti sveitarstjórnar eru kosnir til eins árs í senn en í aðrar nefndir til fjögurra ára. Samstarfssamningur Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks gerir ráð fyrir að flokkarnir skipti á milli sín formennsku í byggðaráði og sveitarstjórn, tvö ár í senn.

Þannig verður Stefán Vagn Stefánsson, Framsóknarflokki, formaður byggðaráðs næstu tvö árin en þá má ætla að Gísli Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki, taki við og sitji út kjörtímabilið. 
Regína Valdimarsdóttir, Sjálfsfl.,  verður forseti sveitarstjórnar næstu tvö árin þangað til Laufey Kristín Skúladóttir, Frams.fl., tekur við keflinu.

Aðrar nefndir eru þannig skipaðar: 

Skipulags- og byggingarnefnd
Einar Eðvald Einarsson formaður
Regína Valdimarsdóttir varaformaður
Álfhildur Leifsdóttir ritari
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.

Landbúnaðarnefnd
Jóhannes Ríkarðsson formaður
Jóel Þór Árnason varaformaður
Valdimar Ó. Sigmarsson ritari
Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.

Félags- og tómstundanefnd
Guðný Axelsdóttir formaður
Atli Már Traustason varaformaður
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari.
Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr. 

Veitunefnd
Haraldur Þór Jóhansson formaður
Axel Kárason varaformaður
Högni Elfar Gylfason ritari
Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.

Fræðslunefnd
Laufey Kristín Skúladóttir formaður
Elín Árdís Björnsdóttir varaformaður
Jóhanna Ey Harðardóttir ritari
Auður Björk Birgisdóttir áheyrnarftr.

Umhverfis- og samgöngunefnd
Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður
Guðlaugur Skúlason varaformaður
Steinar Skarphéðinsson ritari
Svana Ósk Rúnarsdóttir áheyrnarftr.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd
Gunnsteinn Björnsson formaður
Sigríður Magnúsdóttir varaformaður
Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
Inga Katrín D. Magnúsdóttir áheyrnarftr. 

Sveitarstjórn
Regína Valdimarsdóttir forseti sveitarstjórnar
Laufey Kristín Skúladóttir varaforseti
Jóhanna Ey Harðardóttir annar varaforseti

Skrifarar sveitarstjórnar:
Aðalmenn: Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Gísli Sigurðsson.
Varamenn: Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir.

Byggðarráð 2018
Aðalmenn:
Stefán Vagn Stefánsson formaður
Gísli  Sigurðsson varaformaður
Bjarni Jónsson

Varamenn:
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Regína Valdimarsdóttir
Álfhildur Leifsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar:
Aðalmaður: Ólafur Bjarni Haraldsson
Varamaður: Sveinn Þ. Finnster Úlfarsson

Barnaverndarnefnd
Aðalmenn: Hjalti Árnason, Helga Sjöfn Helgadóttir, Ingimundur Guðjónsson og Steinar Gunnarsson.
Varamenn: Karl Lúðvíksson, Ingileif Oddsdóttir, Margrét Helga Hallsdóttir og Sólveig Pétursdóttir.

Samráðsnefnd um Hólastað
Stefán Vagn Stefánsson, Gísli Sigurðsson og Guðmundur Björn Eyþórsson.

Framkvæmdastjórn Byggðasögu
Aðalmaður: Sigurlaug Ebba Kristjánsdóttir
Varamaður: Eyrún Sævarsdóttir

Fulltrúar á aðal- og hluthafafund Eyvindarstaðarheiðar ehf.
Aðalmenn: Gunnar Valgarðsson, Smári Borgasson og Valgerður Inga Kjartansdóttir.
Varamenn: Einar E Einarsson, Haraldur Þór Jóhansson og Ástþór Örn Árnason.

Samstarfsnefnd um lögreglumálefni sbr. lögreglulög
Regína Valdimarsdóttir. 

Kjör í samstarfsnefnd með Akrahreppi,  í Almannavarnarnefnd, Náttúrustofu Norðurlands vestra, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra, fulltrúa í stjórn Norðurár bs., fulltrúa á aðal- og hluthafafund Flugu ehf., var frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir