Neikvæð rekstrarniðurstaða
Rekstrarniðurstaða ársreiknings Sveitarfélagsins Skagafjarðar er neikvæð í A-hluta að upphæð 112,2 mkr. og einnig í samanteknum A og B hluta að upphæð 15,7 mkr. Þetta kom fram á fundi sveitastjórnar í gærmorgun þar sem Kristján Jónasson, endurskoðandi fór yfir og kynnti ársreikninginn.
Á fundinum fór fram fyrri umræða um ársreikning Sveitarfélagins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2010.
Niðurstöðutölur rekstrarreiknings ársins 2010 eru þessar; „Rekstrartekjur fyrir A- og B- hluta sveitarsjóðs 3.161,5 mkr, þar af námu rekstrartekjur A-hluta 2.755,9 mkr. Rekstrargjöld A-hluta sveitarsjóðs án fjármunatekna og fjármagnsgjalda voru 2.745,1 mkr., en 3.004,8 mkr. í A og B-hluta. Nettó fjármagnsliðir til gjalda hjá A-hluta sveitarsjóðs eru 120,7 mkr. og samantekið fyrir A og B hluta 159,2 mkr. Rekstrarniðurstaða er neikvæð í A-hluta að upphæð 112,2 mkr. og einnig í samanteknum A og B hluta að upphæð 15,7 mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2010 nam 1.283,0 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi en þar af nam eigið fé A-hluta 1.353,8 mkr. Langtímaskuldir A-hluta eru 1.804,6 mkr. og A og B-hluta í heild 3.254,3 mkr. Lífeyrisskuldbindingar eru í heild 705,2 mkr. og skammtímaskuldir 624,8 mkr.“
Enginn sveitastjórnarfulltrúa kvaddi sér hljóðs um málið