Nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra senda út jólakveðjur

Með kveðjunum vill skólinn þakka þann meðbyr sem hann hefur notið í samfélaginu og minna á náungakærleikann. Mynd:grunnskoli.hunathing.is.
Með kveðjunum vill skólinn þakka þann meðbyr sem hann hefur notið í samfélaginu og minna á náungakærleikann. Mynd:grunnskoli.hunathing.is.

Síðastliðinn föstudag var þemadagur í Grunnskóla Húnaþings vestra. Nemendur skólans eru komnir í jólaskap og hluta af deginum vörðu þeir til að útbúa kveðjur til íbúa Hvammstanga,  skrifuðu og skreyttu spjöld með jólakveðju sem þeir síðan hengdu á hurðarhúna á Hvammstanga. Einnig fóru nemendur úr dreifbýlinu heim með kveðjur. 

Á heimasíðu skólans segir: „Með þessu viljum við þakka þann meðbyr sem skólinn hefur notið í samfélaginu og minna á náungakærleikann. Ef einhverjir fá ekki kveðju á húninn hjá sér þá hefur eitthvað farið úrskeiðis í útburði en við sendum þeim engu að síður hugheilar jólakveðjur."

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir