Nemendur í FNV hljóta verðlaun
Verðlaun í Snilldarlausnum Marels voru veitt miðvikudaginn 14. nóvember og hlutu tveir nemendur frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra verðlaun fyrir frumlegustu hugmyndina, svokölluð Takkaarmbönd, og eru samkvæmt heimasíðu FNV nýjustu tískufylgihlutirnir úr Skagafirði.
Á heimasíðunni kemur fram að þær Sædís Bylgja Jónsdóttir og Helga Pétursdóttir í FNV endurnýttu gömul fartölvulyklaborð og gerðu úr þeim armbönd.
Þær lýsa hugmyndinni svona:
„Eftir miklar pælingar hvað við ættum að gera þá datt okkur í hug að nota takka af ónothæfu fartölvu lyklaborði og búa til armbönd. Kostnaður var lítill sem enginn því við áttum mest allt sem við þurftum að nota við þetta. Aðferðin er bara að losa takkana af og mála 2 umferðir og láta það svo þorna. Þegar takkarnir eru orðnir þurrir þá má líma þá á roðið með lími og láta það bíða í augnablik. Þá er það bara tilbúið til notkunar!“
Markmið Snilldarlausna Marel er sem fyrr að gera sem mest virði úr verðlitlum hlutum. Undanfarin þrjú ár hafa þessir hlutir verið herðatré, pappakassi og dós en í ár máttu þátttakendur vinna með hvaða hluti sem er.
Hér má sjá kynningarmyndband um Takkaarmböndin.
