Nemendur Varmahlíðarskóla vinna verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskóla 2022

Þann 21. maí síðastliðinn fór fram Nýsköpunarkeppni gunnskólanna. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5.–7. bekk grunnskóla. Krakkarnir útfærðu hugmyndir sínar á vinnustofum í tvo daga og fór keppnin fram laugardaginn 21. maí í Háskólanum í Reykjavík. Einnig voru afhent Vilji - hvatningarverðlaun kennara, en þau hlaut Ásta Sigríður Ólafsdóttir, Grunnskólakennari í hönnun og smíði í Víðistaðaskóla.

Hilda Rún Hafsteinsdóttir og Thelma Sif Róbertsdóttir í 7. bekk Sandgerðisskóla hlutu aðalverðlaun fyrir hugmynd sína Hjálparljósið.

Í öðrum flokkum voru sigurvegarar eftirfarandi:

Forritunarbikar: Sigurbjörg Inga Sigfúsdóttir og Sigurbjörg Svandís Guttormsdóttir í 6. bekk Varmahlíðarskóla, hljóta forritunarbikar NKG og SKEMA, með hugmynd sína LesBlinduHjálparAppið. Kennari þeirra er Unnur Sveinbjörnsdóttir.

Fjármálabikar: Erna Þórey Jónsdóttir í 7. bekk Borgaskóla, hlýtur Fjármálabikar NKG og Arion banka, með hugmynd sína Styrktarkort. Kennari hennar er Signý Traustadóttir

Hringrásarbikar: Úlfhildur Inga O. Gautsdóttir í 7. bekk Landakotsskóla, hlýtur Hringrásarbikar NKG , með hugmynd sína EfnisBansgsi. Kennari hennar er Sinead McCarron

Hönnunarbikar: Anna Heiða Óskarsdóttir, Helga Sóley Friðþjófsdóttir og Sveindís Rósa Almarsdóttir í 7. bekk Víðistaðaskóla, hljóta Hönnunarbikar NKG , með hugmynd sína Lýsandi úlpa. Kennari þeirra er Ásta Sigríður Ólafsdóttir

Samfélagsbikar: Fríða Lovísa Daðadóttir og Ólöf Stefanía Hallbjörnsdóttir í 7. bekk Landakotsskóla, hljóta Samfélagsbikar NKG, með hugmynd sínaSkemmtilegar Biðstofur. Kennari þeirra er Sinead McCarron

Tæknibikar: Alda Sif Jónsdóttir í 7. bekk Seljaskóla, hlýtur Tæknibikar Pauls Jóhannssonar, með hugmynd sína Fuglamatari. Kennari hennar er Eiríkur Már Hansson

Umhverfisbikar: Agla Styrmisdóttir í 6. bekk Melaskóla, hlýtur Umhverfisbikar NKG og Hugverkastofu, með hugmynd sína Bangsaloppna. Kennari hennar er Sigrún Baldursdóttir

/IÖF


Fleiri fréttir