Niðurskurður brýtur gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar
Dögg Pálsdóttir lögfræðingur hefur unnið álitsgerð er varðar Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sem unnin var fyrir sveitarfélögin Skagafjörð og Norðurþing. Í stuttu máli segir í skýrslunni að sú útdeiling fjármuna sem boðuð sé í frumvarpi til fjárlaga ársins 2011virðist vera í beinni andstöðu við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og fyrirmæli hennar um rétti til heilsu.
Í skýrslu Daggar segir að í lögum um heilbrigðisþjónustu frá árinu 1973 sé skýrt markmið þeirra allir landsmenn eigi að eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Síðan segir; Þessi réttur takmarkast eðlilega af fjárveitingum sem til þjónustunnar er veittur en í honum felst þó að við skiptingu fjárveitinga sé reynt að tryggja öllum landsmönnum sem jafnastan rétt. Í því felst að fjárveitingar til grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, þ.e. heilsugæslu, almennrar sjúkrahúsþjónustu, og hjúkrunarrýma sé sambærilegur á landinu þannig að aðgengi allra landsmanna að þessum grunnþáttum sé svipaður. Slík skiptin gjármuna til grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins samrýmist einnig best skyldum stjórnvalda til að tryggja rétt manna til heilsu, eins og sé réttur er varinn af stjórnarskránni, lögum um réttindi sjúklinga og alþjóðlegum samningu um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.
Í viðtali við Smuguna segir Guðbjartur Hannesson þetta;
,,Miðað við þessar forsendur þurfum við að bæta heilbrigðisþjónustu víða á landinu, allra síst á þessum tveimur stöðum því þar er heilbrigðisþjónusta mun betri en víðast hvar annars staðar,“ segir Guðbjartur Hannesson. ,,Hann segir að málið verði auðvitað skoðað ofan í kjölinn. Það sé þó einfaldlega mikill munur á heilbrigðisþjónustu eftir búsetu og það sé ekki hægt að jafna það fyllilega. Þessi aðferðarfræði komi því mjög á óvart.“
Bjarni Jónsson segir að verði niðurstaða fjárlaganna miðað við upprunaleg drög og ekki dregin til baka muni heimamenn íhuga að kæra stjórnvöld enda hafi komið fram á fundi með ráðherra í gær að starfsmönnum í ráðuneytinu væri ljóst að stofnanirnar yrðu óstarfhæfar gangi upphafleg áform um niðurskurð eftir.
„Heilbrigðisþjónusta á landinu er víða mjög góð. Með þessum aðgerðum sem mælt er fyrir um í nýútkomnu fjárlagafrumvarpi óttumst við að vegið verði verulega að þeirri þjónustu sem fyrir er og stofnanir gerðar nánast óstarfhæfar. Ég get ekki túlkað álitið þannig að allir eigi að hafa það jafnt og þeir sem verst hafa það, það getur ekki verið markmið ráðuneytisins. Markmiðið hljóti að vera að hífa þær stofnanir, sem hvað lakasta þjónustu veita upp, en ekki að draga niður þær stofnanir sem eru að veita góða þjónustu í dag niður. Ég vill trúa því að þeir sem ráða för sjái að sér og dragi þessar tillögur til baka og komi í kjölfarið til samráðs og samstarfs við fagaðila og sveitastjórn um framtíðarskipan þessa mála,“ segir Stefán Vagn Stefánsson.