Þurfum ekki neitt
Í sumar hafa Una Torfa og Hafsteinn Þráinsson, einnig þekktur sem CeaseTone, verið á músíkkölsku ferðalagi. Parið hefur marga músíkfjöruna sopið, þau hafa flakkað um landið og flutt lög í stórum sölum og litlum kirkjum, fyrir fólk á öllum aldri á blíðviðriskvöldum og í óveðri. Núna er komið að Sauðárkrókskirkju í kvöld,21 júli, kl: 20.00. Um tónleikaröðina segir á viðburðasíðu þeirra á facebook: „Með sinn hvorn gítarinn að vopni og í góðum félagsskap verða þau óstöðvandi og allsráðandi. Eltið þau uppi og skiljið allt nema góða skapið eftir, af því að staðreyndin er sú að við þurfum ekki neitt.”
Það er upplagt að kíkja í Sauðárkrókskirkju í kvöld og hlýða á ljúfa tóna. hmj
Miðasala á Tix.is