Nískasta karfan á Króknum

Og ég beið og ég beið og ég beið... – hefði þetta verið sketch með Ladda. MYND: ÍRIS ÍSAKSDÓTTIR
Og ég beið og ég beið og ég beið... – hefði þetta verið sketch með Ladda. MYND: ÍRIS ÍSAKSDÓTTIR

Á Facebook kennir töluvert margra grasa og þar dúkkar annað slagið upp eitt og annað spaugilegt. Í dag mátti sjá hjá Króksaranum Einari Gísla mynd sem Íris Ísaksdóttir, sonardóttir hans, hafði tekið af körfu í Túnahverfinu á Króknum sem er ólík flestum öðrum. Karfan er nefnilega í nískari kantinum því hún neitar að skila boltanum aftur.

„Er þetta ný tegund af körfubolta, fyrst að koma boltanum í körfuna og svo að fiska hann upp úr körfunni aftur? Nei, líklega mistök sem væri rétt að lagfæra,“ skrifar Einar með myndinni.

Eflaust líður ekki á löngu þar til þessu verður kippt í liðinn og karfan fer að gefa boltann til baka – kannski er þegar búið að redda þessu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir