Níundi var Bjúgnakrækir

Áfram halda þeir bræður úr helli Grýlu að heimsækja mannheima. Þorsteinn Broddason hefur gert þeim skemmtileg skil í myndum sínum og í dag kom herra Bjúgnakrækir.

Níundi var Bjúgnakrækir,
brögðóttur og snar.
Hann hentist upp í rjáfrin
og hnuplaði þar.

Á eldhúsbita sat hann
í sóti og reyk
og át þar hangið bjúga,
sem engan sveik.

 Jóhannes úr Kötlum

Fleiri fréttir