Norðlægar áttir og kalt hjá spámönnum Dalbæjar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.05.2019
kl. 11.01

Mikil veðursæld hefur ríkt á Norðurlandi undanfarnar vikur og veðrið fallegt. Þessi mynd sýnir stemninguna um klukkan 2 sl. þriðjudag við Austari Héraðsvötn. Mynd: FE.
Í gær, þriðjudaginn 7. maí kl. 14, komu saman til fundar átta félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ. Farið var yfir spágildi síðasta mánaðar sem sýndi að í raun og sannleika varð veðrið miklu betra en gert var ráð fyrir!
Nýtt tungl kviknaði 4. maí í norðvestri kl 22:45, það er sumartunglið sem verður ráðandi fyrir þennan mánuð.
„Við höfum þá trú að það muni snjóa þó dálítið á næstunni. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um dag en það er sterk tilfinningin fyrir þessu og draumfarir. Áttir verða norðlægar og hitastig í kaldara lagi,“ segja veðurspámenn. Fundi lauk kl. 14:35
Veðurvísa apríl-maí
Í apríl sumrar aftur,
þá ómar söngur nýr.
Í maí flytur fólkið
og fuglinn hreiður býr.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.