Norðurland vestra fær 604 tonna byggðakvóta

Hafnarsvæðið á Sauðárkróki. Mynd:FE
Hafnarsvæðið á Sauðárkróki. Mynd:FE

Nýlega úthlutaði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, 14.305 tonnum í sértækan og almennan byggðakvóta en samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla og varið til ýmissa tímabundinna ráðstafana til þess að auka byggðafestu.

Alls fá 45 byggðarlög í 27 sveitarfélögum úthlutað almennum byggðakvóta. Hámarksúthlutun til byggðarlags er 300 þorskígildistonn og lágmarksúthlutun 15 þorskígildistonn, eigi byggðarlag á annað borð rétt til úthlutunar.

Fimm byggðarlög á Norðurlandi vestra fengu úthlutun af almennum byggðakvóta, alls 604 þorskígildistonn. Skagaströnd fékk 300 þorskígildistonn, Hvammstangi 133. Bönduós 86, Sauðárkrókur 70 og Hofsós 15.

Nánar má kynna sér úthlutunina á vefsíðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir