Norræna skólahlaupinu frestað vegna gasmengunar

Norræna skólahlaupinu, sem átti að fara fram í Varmahlíðarskóla í morgun, var frestað vegna gasmengunar. Á heimasíðu skólans segir að þrátt fyrir að skyggni og blítt veður sé úti voru ráðleggingar Umhverfisstofnunar í morgun á þá leið að mengunin gæti verið varasöm fyrir þátttakendur.

„Ósýnileg brennisteinsmengun liggur yfir hálendið og nær að hluta yfir Skagafjörð.  Það er góð vindátt eftir  helgi og hlaupið verður á þriðjudaginn,“ segir á vefnum.

Fleiri fréttir