Nú er lag að baka
feykir.is
Gagnlega hornið
26.10.2008
kl. 10.13
Þegar snjórinn og veðrið er þannig að maður vill helst vera inni er afskaplega gott að eiga eins og eina skúffukökuuppskrift og skella í form. Eftirfarandi uppskrift er alveg svakalega góð.
Skúffukaka
500 gr púðursykur
500 gr hveiti
250 gr (brætt)smjörlíki
2 egg
3 msk kakó
3 dl mjólk
2 tsk lyftiduft
Þurrefnin eru sett saman í skál og síðan allt hitt. Þessu er hrært saman í smá stund. Sett í ofnskúffu og bakað á 200° í ca 15-20 mín.
KREM
2 bollar flórsykur 2 msk kakó
1/2 bolli smjörlíki
kaffi(1 msk ca)
1 egg.
Öllu blandað saman og sett yfir kökuna þegar hún er kólnuð, og að endinguer kókosmjöli stráð yfir.