Ný heimasíða Skagastrandar
Sveitarfélagið Skagaströnd hefur endurnýjað og uppfært heimasíðu sína, www.skagastrond.is. Á síðunni segir að vefurinn hafi verið uppfærður miðað við þá þróun sem orðið hafi í allri samskiptatækni og sé orðinn snjalltækjavænn. Á vefnum er m.a. að finna ýmsar almennar upplýsingar um sveitarfélagið ásamt upplýsingum um stjórnsýslu, þjónustu og stofnanir þess.
Vefurinn var unnin í samstarfi starfsfólks sveitarfélagsins og fyrirtækisins Stefnu sem sá um vefhönnun og tæknilegar útfærslur.