Ný og endurbætt verslun opnar á morgun
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
19.11.2014
kl. 09.18
Þessa dagana er verið að vinna við endurbætur á Vínbúðinni Hvammstanga og því lokað dagana 17.-19. nóvember. Á heimasíðu Vínbúðarinnar segir að ný og glæsileg Vínbúð verður svo opnuð á morgun, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 17:00.
„Hingað til hefur verið afgreitt yfir borð á Hvammstanga, en nýja búðin verður sjálfsafgreiðslubúð eins og nánast allar Vínbúðir eru í dag. Vínbúðin verður þó enn á sama stað inn af byggingarvöruverslun Kaupfélagsins,“ segir á vefnum.