Ný stjórn SSNV
Ársþing SSNV, hið 22. Í röðinni, fór fram á Hvammstanga 16.-17.október sl. Að sögn Bjarna Jónssonar, fráfarandi formanns stjórnar, fór þingið vel fram. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra samtakanna en fráfarandi stjórn hafði samþykkt að fela nýrri stjórn að ganga frá því máli.
Ný stjórn samtakanna var kjörin til næstu tveggja ára og hana skipa eftirfarandi aðilar:
Adolf H. Berndsen, oddviti Sveitarfélagsins Skagastrandar, formaður
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra, varaformaður
Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar
Sigríður Svavarsdóttir, forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Varastjórn skipa:
Elín Jóna Rósinberg sveitarstjórnarfulltrúi Húnaþingi vestra
Dagný R. Úlfarsdóttir varaoddviti Skagabyggðar
Þorleifur Ingvarsson oddviti Húnavatnshrepps
Gunnsteinn Björnsson sveitarstjórnarfulltrúi Sveitarfélaginu Skagafirði
Bjarki Tryggvason sveitarstjórnarfulltrúi, Sveitarfélaginu Skagafirði
Þegar Feykir hafði samband við Adolf Berndsen, formann stjórnar, fyrr í vikunni lá ekki fyrir hvenær fyrsti fundur nýrrar stjórnar yrði.