Ný vallarklukka vígð á Blönduósvelli um næstu helgi

Unnið að uppsetningu vallarklukkunnar. Mynd:Húni.is

Á Húna.is er sagt frá því að  nokkrir góðir menn mættu á íþróttavöllinn á Blönduósi á laugardag til að koma upp grind sem halda mun uppi nýrri vallarklukku.

 

 

 

 

 

Markataflan er gjöf Valdísar Finnbogadóttur og barna hennar í minningu um Hilmar Kristjánsson, mikinn Hvatarmann og Blönduósing og mun vígsla töflunnar fara fram n.k. laugardag í fyrsta leik Hvatarmanna í 2. deild þetta árið en sá dagur ber upp á fæðingardag Hilmars.

 

Fleiri fréttir