Ný vefgátt um vöktun veiðiáa
Hafrannsóknastofnun hefur opnað á heimasíðu sinni sérstaka vefgátt um vöktun veiðiáa þar sem finna má fjölþættar upplýsingar sem varða laxeldi í sjó og vöktun veiðiáa í sambandi við það. Þrettán ár á Norðurlandi vestra falla inn í vöktunina allt frá Víkurá í gamla Bæjarhreppi og austur að Fossá á Skaga.
Á vefgáttinni eru m.a. veittar upplýsingar um veiðar og veiðistaði, upplýsingar um stofnstærð, fjölda áætlaðra eldislaxa skv. áhættumati, fjölda veiddra eldislaxa og hlutfall af áætlaðri heildarveiði. Einnig má finna upplýsingar um eldisstaði og fyrirtæki, áætlaða framleiðslu árið á undan og um strokulaxa. Þá er fyrirhugað að birta þar niðurstöður lúsatalninga.
Á vef Hafrannsóknarstofnunar segir að þeir sem telja sig hafa veitt eldislax geta sent inn tilkynningu um veiðina á vefgáttina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.