Nýja holan á Reykjum stelur vatni frá veitunni

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: raekto.is.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: raekto.is.

Byrjað var á framkvæmd á borun vinnsluholu RS-15 á Reykjum í Hrútafirði sl. fimmtudag en jarðborinn Trölli hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða borar holuna. Á fundi veituráðs í morgun kom fram að borun hafi gengið vel og fljótlega komið niður á mjög heitt vatn. 

Farið var í að undirbúa að rýma út fyrir fóðringu en þá kom í ljós að tenging var við holu RS-14 og fór nýja holan að stela vatni frá veitunni sem olli raski á afhendingu til notenda. Til að lágmarka áhættu hefur verið ákveðið að fara í hjólakrónuborun með vatni þegar búið verður að fóðra holuna. Fylgst verður vel með vinnsluholu RS-14 þegar byrjað verður að bora og ef borunin hefur áhrif á hana þá verður hætt strax og staðan metin upp á nýtt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir