Nýja sundlaugin á Hofsósi þarfnast endurbóta

Sigurjón Þórðarson, frjálslyndum, tók upp málefni nýrrar sundlaugar á Hofsósi á fundi Byggðaráðs í gær en á þeim skamma tíma sem sundlaugin hefur verið starfrækt hafa komið í ljós gallar á húsnæðinu.

 Blöndunartæki eru biluð kantar á veggjum farnir að molna og hurðir og innréttingar þola illa raka. Í greinargerð Sigurjóns segir; „Ég hef orðið þess áskynja að margir hafa hug á að leggja leið sína í rómaða sundlaug og er miður ef að við þeim tekur nýtt mannvirki, sem augljóslega þarf að sníða af ákveðna ágalla. Ég tel vera mikilvægt að fara sem fyrst í nauðsynlegar lagfæringar m.a. til þess að sundlaugin standi undir væntingum og verði ferðaþjónustunni.“

Sveitastjóri gerði grein fyrir vinnu sem þegar er farin af stað vegna málsins en Byggðaráð leggur áherslu á að úrbótum verði hraðað sem kostur er.

Sundlaugin var gjöf frá þeim Lilju Pálmadóttur og Steinunni Jónsdóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir